Öll tilboð til þess að prófa Storytel án endurgjalds í takmarkaðan fjölda daga verða að greiddum áskriftum eftir að tilboðstímabilinu lýkur ef ekkert er aðhafist. Þetta er alltaf tekið fram áður en áskriftin er virkjuð.
Flestar kynningarherferðir okkar fara fram í samstarfi við aðra. Til þess að taka þátt í tilboðinu þarftu að skrá þig inn í gegnum þar til gerða síðu eða slá inn herferðarkóðann sem þú færð. Á fyrstu síðunni slærð þú inn notendaupplýsingar þínar og á næstu blaðsíðu greiðslupplýsingar til þess að hefja áskriftina.
Ef þú hefur fengið tilboðskóða þá slærð þú hann inn á www.storytel.is undir Ertu með tilboðskóða? (Athugið að tilboðskóðar eru ekki það sama og gjafakort.)
Ef þú vilt ekki að kynningartilboðið verði að áskrift þarftu að segja því upp fyrir endurnýjunardagsetningu. Á aðgangi þínum hjá www.storytel.is eða undir Stillingar í smáforritinu er alltaf hægt að sjá hvaða dagsetning þetta er. Storytel sendir ekki út tölvupóst til þess að láta þig vita þegar tilboðið verður að áskrift.
Athugið: Uppsögnin þarf að fara fram í síðasta lagi deginum áður en áskriftin endurnýjast. Þú getur alltaf hlustað og lesið allt tímabilið þó þú hafir sagt upp.